4.3.2007 | 22:56
Af hverju er ég kennari ?
Ég hef kennt í fjögur ár samtals
Ég er enn að ákveða mig hvort að ég vilji kenna eða ekki.
Það eru ákveðnir kostir og margir ókostir einnig. Ég er myndlistarmaður og ég myndi ekki vilja
kenna neitt annað, ekki einu sinni tungumál, sem ég hef þó prófað.
Afhverju er ég að þessu ? Afhverju ætla ég að kenna annan vetur ?
(Ég tek bara einn vetur í einu í þessu)
Það er margt í starfinu sem að ég bölva en það er samt vil ég frekar vera í því en að
vinna t.d. í búð eða eitthvað af því sem að ég gæti átt aðgang að.
Mig langar til að starfa sjálfstætt en hika við að taka skrefið.
Þangað til kenni ég, ég á frábær augnablik með börnunum.
Hins vegar er bara eitt sem að gerir útslagið. Það er lengra sumarfrí en fimm vikur.
Sumarfríið mætti vera lengra mín vegna. Ég hef nóg að gera.
Hins vegar er það ljóst að ef að sumarfrí kennara væri 5 vikur , eins og ég veit að margir vilja víst,
þá myndi ég láta mig hverfa um leið. Ansi hrædd um að það færu fleiri því að fríið sem
hefur farið minnkandi, mætti kalla síðasta hálmstrá minnar stéttar. Færi það væri ekkert
til að halda manni í starfinu. Hugsjónir og mikilvægt menntunarstarf væri ekki nóg.
Sorrý,en ég er sannfærð um þetta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.