Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig íslenska er þetta eiginlega ?

Ég vara ykkur við, þið fáið aðvörun en...........að aðvara...get ekki ímyndað mér að slíkt sagnorð sé til.
En hvað veit ég. Ekki er ég blaðamaður á Morgunblaðinu.

mbl.is Bandaríkjamenn aðvara Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændablaðið , besta blað á Íslandi.

Í bændablaðinu er lítið um slúður. Þar eru stunduð gagnleg skrif og fræðandi. Þessi frétt kemur ekki á óvart og það líður að því að við verðum senn rukkuð fyrir sorpið eftir þyngd. Ég set matarafganga í sorpkassa út í garði eða í inni jarðgerðarkassann frá Svíra, mæli með h onum. http://www.sviri.is
mbl.is Hver Íslendingur hendir 82 kg af mat á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég set upp arfabar fyrir hann í einum grænum.....

Maður myndi nú skella upp bar fyrir svona mann á nóinu. Ég gæti svo sem verið með áfengi en væri ekki meira spennandi að bjóða upp á ferskan og nýpressaðan hundasúrusafa úr garðinum mínum ?

Svo fengi hann njólasalat með og rifs-, sól og jarðaber með drykknum !!!

Hann mætti bjóða vinum sínum með, það er nóg pláss í fjárhúsunum.

Ég myndi svo láta Kvenfélagið Eygló fá væna prósentu af hagnaðinum ...... 


mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskort

Boðskort

Sýningin mín !

Plakat 40/40

Hann hlýtur að vera velkominn í Frjálslynda flokkinn ?

Maður bara spyr.

Það væri gaman að fá oftar svona fréttir frá Usbekistan eða Nairobi !

"Gambi Nnokbutu segir sig úr  útbreydda lýðræðisflokknum."

" Igor Stanasku segir sig úr Róttæka íhaldsflokknum."

 

So what !

Hvað er að gerast í Afríku í dag ?

Hef meiri áhuga á heiminum en Bandaríkjunum. Ég verð víst að lesa erlend blöð áfram til að

lesa um mál sem mér finnast skipta máli.

 

Ég er einföld, ég kýs einfaldar fréttir.

 

http://www.graskerid.blogspot.com

 


mbl.is Bloomberg segir sig úr Repúblikanaflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert að óttast

Mér sýnist margir íhaldsmenn vera haldnir miklum ótta vegna kosninganna.  Allt í lagi, þeir verða að taka á því. Það sem verra er, er að þeir reyna að hræða aðra líka og smita hræðslunni eins og þeir fái borgað fyrir það. 

Ég held að þessi ótti sé hins vegar eðlilegur, hver óttast ekki að missa völd sín ?

Það gæti orði holl lífsreynsla, kannski þeir yrðu betri menn/konur á eftir ?

 Mér leiðist stöðnun........ 


Ég byrja að hamstra á morgun.....

Þetta kemur ekki á óvart , hef tekið eftir taB- fæð í verslunum. Við erum ekki svo mörg sem erum háð þessum drykk. Sem betur fer hef ég verið að trappa neysluna niður síðan í nóvember , eða var það október ?

Svolítið skondið, ég hef reynt í mörg ár að hætta að drekka taB en það hefur ekki gengið vel. Þegar ég svo hætti að drekka vinnustaðakaffið þá gat ég hætt að drekka TaB gutlið en fæ mér eina flösku inn i mellem en ekkert miðað við fyrri reynslu. Ég mun hafa þetta af...........


mbl.is TaB af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plöntur þurfa vökva

Ef að maður vökvar ekki litla bloggið sitt þá þornar það bara upp.
Stóra bloggið (www.graskerid.blogspot.com) er vökvað reglulega en þetta hér
er algerlega útundan. Kannski ekki skrýtið. Ég er hin fullkomna andstæða hinnar íslensku ofurkonu sem svo vinsæl er hjá öllum öðrum en sjálfri sér.

Mig langar ekki til að blogga um stjórnmál þó svo að ég hafi miklar skoðanir á þeim. Ég gæti sagt eitthvað um nýja "þjóðsönginn" en Spaugstofumenn er bestir þegar þeir ganga sem lengst, en........ málfrelsi er fínt en Íslendingar eru nánast ofvirkir þegar kemur af því að "mér finnst".
Allir vilja vera "memm" og segja hvað þeim finnist. En stundum er bara nóg komið.


Þarf Ásahreppur á meiri skatttekjum að halda ?

Ásahreppur hefur ekki viljað sameinast öðrum sveitarfélögum. Þau sveitarfélög sem að eru fjárhagslega sterk virðast ekki vera knúin tl að sameinast öðrum. Mér sýnist sem að bágur fjárhagur hafi verið hvati að sameiningu hinna ýmsu sveitarfélaga. Leiðréttið mig ef að þetta er ekki rétt hjá mér.

Hreppurinn þarf ekki á virkjun að halda.

Getum við ekki virkjað eitthvað í Reykjavík ?
Hvernig myndu Reykvíkingar bregðast við því ?

Daníel í Akbraut á að flytja sig bara sísona. Hvað ef að hann vill það ekki ? Skipta hagsmunir hans engu máli ? Hvað ef að skipulagið í Reykjavík gerði það að verkum að forstjóri Landsvirkjunar eða Hordinn þyrftu að rífa niður sín hús og flytja og hefðu ekkert með það að segja ? Hvað þá ?

Það er alltaf auðvelt að láta aðra fórna sínu en þegar kemur að manni sjálfum þá kemur annað hljóð í skrokkinn. Það er í lagi að virkja hér en ekki þar.

... ... ... ... ... ... ...

Ég var á þorrablóti í febrúar í sveitinni minni. Ég var þá kynnt fyrir konu sem á ættir sínar að rekja þangað. Sú sem að kynnti mig er brottflutt frænka mannsins míns.
Hún sagði að ég hefði ekki enst nema fjögur ár í sveitinni og væri flutt á Selfoss. Þetta var kynningin, ekki ; "Þetta er hún Margrét, hún er mjög kát manneskja."
Ég varð svolítið hvumsa og sagði ekkert. Fólk sem að býr ekki sjálft í sveitinni að kynna mann svona, afhverju býr það ekki sjálft í sveit ? Gafst hún upp ?
Ég skil ekki svona.

Annar sveitungi spurði mig hvort að maðurinn minn væri nokkuð friðlaus á Selfossi eða hvort hann eyrði sér þar. Af því að ég er af mölinni þá gera sumir ráð fyrir því að það sé mín "sök!" að hann hætti búskap og flutti sig um set.
Ég sagði manninum að hann hefði sjálfur ákveðið að flytja og að það hefði hann ekki gert nema af því að hann vildi það sjálfur. Við töluðum ekki meira saman eftir þetta !!!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband