Þarf Ásahreppur á meiri skatttekjum að halda ?

Ásahreppur hefur ekki viljað sameinast öðrum sveitarfélögum. Þau sveitarfélög sem að eru fjárhagslega sterk virðast ekki vera knúin tl að sameinast öðrum. Mér sýnist sem að bágur fjárhagur hafi verið hvati að sameiningu hinna ýmsu sveitarfélaga. Leiðréttið mig ef að þetta er ekki rétt hjá mér.

Hreppurinn þarf ekki á virkjun að halda.

Getum við ekki virkjað eitthvað í Reykjavík ?
Hvernig myndu Reykvíkingar bregðast við því ?

Daníel í Akbraut á að flytja sig bara sísona. Hvað ef að hann vill það ekki ? Skipta hagsmunir hans engu máli ? Hvað ef að skipulagið í Reykjavík gerði það að verkum að forstjóri Landsvirkjunar eða Hordinn þyrftu að rífa niður sín hús og flytja og hefðu ekkert með það að segja ? Hvað þá ?

Það er alltaf auðvelt að láta aðra fórna sínu en þegar kemur að manni sjálfum þá kemur annað hljóð í skrokkinn. Það er í lagi að virkja hér en ekki þar.

... ... ... ... ... ... ...

Ég var á þorrablóti í febrúar í sveitinni minni. Ég var þá kynnt fyrir konu sem á ættir sínar að rekja þangað. Sú sem að kynnti mig er brottflutt frænka mannsins míns.
Hún sagði að ég hefði ekki enst nema fjögur ár í sveitinni og væri flutt á Selfoss. Þetta var kynningin, ekki ; "Þetta er hún Margrét, hún er mjög kát manneskja."
Ég varð svolítið hvumsa og sagði ekkert. Fólk sem að býr ekki sjálft í sveitinni að kynna mann svona, afhverju býr það ekki sjálft í sveit ? Gafst hún upp ?
Ég skil ekki svona.

Annar sveitungi spurði mig hvort að maðurinn minn væri nokkuð friðlaus á Selfossi eða hvort hann eyrði sér þar. Af því að ég er af mölinni þá gera sumir ráð fyrir því að það sé mín "sök!" að hann hætti búskap og flutti sig um set.
Ég sagði manninum að hann hefði sjálfur ákveðið að flytja og að það hefði hann ekki gert nema af því að hann vildi það sjálfur. Við töluðum ekki meira saman eftir þetta !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband